Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 08:34 Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs. Aðsend Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu.
Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36