Lögmál leiksins: Hörður valdi verstu liðin sem hafa komist í úrslit NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 16:31 Donyell Marshall, Sasha Pavlovic, Anderson Varejao, LeBron James og félagar slysuðust í úrslit NBA 2007. getty/Gregory Shamus Aðdáendur NBA koma aldrei að tómum kofanum hjá strákunum í Lögmáli leiksins. Í þætti kvöldsins verður fjallað um verstu lið sem hafa komist í úrslit NBA. Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Sjá meira
Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Sjá meira