Einstakt tækifæri til listnáms í Myndlistaskólanum í Reykjavík fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu Björg Jóna Birgisdóttir skrifar 28. maí 2024 10:32 Myndlistaskólinn í Reykjavík býður fjölbreytt listnám á framhaldsskólastigi og nám á fjórða hæfnisstigi sem brúar bil milli framhaldsskóla- og háskólastigs. Einnig hefur skólinn í allmörg ár boðið einstaklingum með þroskaskerðingu eins árs diplómanám. Í listsköpun birtast oft hæfieikar einstaklinga sem hið hefðbundnda skólakerfi hefur ekki náð að draga fram. Lilja Dögg Birgisdóttir, systir mín varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hefja eins árs myndlistarnám fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu við Myndlistaskólann í Reykjavík síðastliðið haust. Hún hafði ekki tækifæri til framhaldsnáms á sínum tíma þar sem þroskahömlun hennar stóð í vegi fyrir því. Hún hefur lengi unnið í Bjarkarási og Vinnustofunni Ás þar sem fólki með skerta starfsgetu er sköpuð vinnuaðstaða sem sniðin er að þörfum þess og getu. Fyrir tæpum tveimur árum fór Lilja Dögg á myndlistarnámskeið hjá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöðinni. Þá kom í ljós að hún hafði óskaplega gaman að því að mála og í framhaldi af því var henni hjálpað við að sækja um nám í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún var því 52 ára þegar hún loks fékk tækifæri til frekari framhaldsmenntunar. Námið fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu er einstakt námstækifæri fyrir þennan hóp. Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum að tækifæri til menntunar hafi gríðarlega þýðingu fyrir alla og að listnám sé mannbætandi. Með því að bjóða einstaklingum með þroskaskerðingu listnám, þá öðlast nemendur ekki aðeins meiri færni í myndsköpun heldur einnig að greina og tjá sig um flókna hluti eins og listaverk og gagnrýna eigin verk á uppbyggilegan hátt. Munurinn á að kenna fólki með þroskaskerðingu og öðrum er að geta þeirra þroskaskertu er mjög ólík og mismunandi og reynt er að taka mið af getu hvers og eins. Í náminu er til dæmis lögð áhersla á teikningu,málun, litafræði, ljósmyndun, vídeógerð, leirlist og hugmyndavinnu. Lilja Dögg var full eftirvæntingar og spennt þegar hún hóf námið. Hún hefur einfaldan orðaforða, getur ekki tjáð sig um flókna hluti, les ekki og skrifar ekki. Hún þurfti því aðstoð og stuðning við að stunda námið sem ég ásamt starfsfólki á sambýlinu í Víðihlíð þar sem hún býr veittum henni. Kennarar námsbrautarinnar hafa fjölbreyttan listbakgrunn, menntun og reynslu og hafa lagt áherslu á að hver og einn njóti sín í náminu á sínum eigin forsendum. Á síðustu vikum námsins unnu nemendur að lokaverkefnum sínum og þá lögðu kennararnir alúð, þolinmæði og metnað sinn í að styrkja nemendurnar, ræða úrvinnslu verkefnanna, efnismeðferð og fleira. Og það voru glaðir og stoltir nemendur sem sýndu verkin sín á nemendasýningu skólans í vor. Það eru miklu færri námstækifæri fyrir þroskaskerta heldur en þau okkar sem teljast heilbrigð þrátt fyrir að jafnrétti til náms og jöfn tækifæri séu mikilvæg leiðarstef þeirrar menntastefnu sem ríkjandi er. Því skiptir máli að hlúa að og styrkja þau námsúrræði sem standa þroskaskertum til boða. Þar hefur Myndlistaskólinn í Reykjavík afar dýrmæta þekkingu og reynslu. Það er jafnframt nauðsynlegt að þessi hópur einstaklinga fái enn fleiri tækifæri á næstu árum. Lilja Dögg hefur notið sín í náminu, hún elskar að mála og eins og einn kennarinn hennar sagði þá hverfur hún inn í myndirnar þegar hún málar. Svo mikil eru hughrif hennar og einbeiting að hún gleymir stað og stund. Það hefur verið einstakt að sjá hvað þessi vetur hefur verið valdeflandi fyrir Lilju Dögg á mörgum sviðum. Hún hefur styrkst mjög í listsköpun sinni, lært nýjar aðferðir, hún er öruggari og víðsýnni. Í útskriftarathöfninni 24. maí síðastliðinn sagði Áslaug skólastjóri að listmenntun veitti ýmis tækifæri og væri meðal annars tákn um þekkingu sem nýtist um ókomna tíð. Með það veganesti heldur Lilja Dögg ótrauð áfram í sinni listsköpun í framtíðinni. Hægt er að sækja um námið á heimasíðu Myndlistarskólans í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi námsstjóri og námsráðgjafi við Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Myndlist Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður fjölbreytt listnám á framhaldsskólastigi og nám á fjórða hæfnisstigi sem brúar bil milli framhaldsskóla- og háskólastigs. Einnig hefur skólinn í allmörg ár boðið einstaklingum með þroskaskerðingu eins árs diplómanám. Í listsköpun birtast oft hæfieikar einstaklinga sem hið hefðbundnda skólakerfi hefur ekki náð að draga fram. Lilja Dögg Birgisdóttir, systir mín varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hefja eins árs myndlistarnám fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu við Myndlistaskólann í Reykjavík síðastliðið haust. Hún hafði ekki tækifæri til framhaldsnáms á sínum tíma þar sem þroskahömlun hennar stóð í vegi fyrir því. Hún hefur lengi unnið í Bjarkarási og Vinnustofunni Ás þar sem fólki með skerta starfsgetu er sköpuð vinnuaðstaða sem sniðin er að þörfum þess og getu. Fyrir tæpum tveimur árum fór Lilja Dögg á myndlistarnámskeið hjá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöðinni. Þá kom í ljós að hún hafði óskaplega gaman að því að mála og í framhaldi af því var henni hjálpað við að sækja um nám í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún var því 52 ára þegar hún loks fékk tækifæri til frekari framhaldsmenntunar. Námið fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu er einstakt námstækifæri fyrir þennan hóp. Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum að tækifæri til menntunar hafi gríðarlega þýðingu fyrir alla og að listnám sé mannbætandi. Með því að bjóða einstaklingum með þroskaskerðingu listnám, þá öðlast nemendur ekki aðeins meiri færni í myndsköpun heldur einnig að greina og tjá sig um flókna hluti eins og listaverk og gagnrýna eigin verk á uppbyggilegan hátt. Munurinn á að kenna fólki með þroskaskerðingu og öðrum er að geta þeirra þroskaskertu er mjög ólík og mismunandi og reynt er að taka mið af getu hvers og eins. Í náminu er til dæmis lögð áhersla á teikningu,málun, litafræði, ljósmyndun, vídeógerð, leirlist og hugmyndavinnu. Lilja Dögg var full eftirvæntingar og spennt þegar hún hóf námið. Hún hefur einfaldan orðaforða, getur ekki tjáð sig um flókna hluti, les ekki og skrifar ekki. Hún þurfti því aðstoð og stuðning við að stunda námið sem ég ásamt starfsfólki á sambýlinu í Víðihlíð þar sem hún býr veittum henni. Kennarar námsbrautarinnar hafa fjölbreyttan listbakgrunn, menntun og reynslu og hafa lagt áherslu á að hver og einn njóti sín í náminu á sínum eigin forsendum. Á síðustu vikum námsins unnu nemendur að lokaverkefnum sínum og þá lögðu kennararnir alúð, þolinmæði og metnað sinn í að styrkja nemendurnar, ræða úrvinnslu verkefnanna, efnismeðferð og fleira. Og það voru glaðir og stoltir nemendur sem sýndu verkin sín á nemendasýningu skólans í vor. Það eru miklu færri námstækifæri fyrir þroskaskerta heldur en þau okkar sem teljast heilbrigð þrátt fyrir að jafnrétti til náms og jöfn tækifæri séu mikilvæg leiðarstef þeirrar menntastefnu sem ríkjandi er. Því skiptir máli að hlúa að og styrkja þau námsúrræði sem standa þroskaskertum til boða. Þar hefur Myndlistaskólinn í Reykjavík afar dýrmæta þekkingu og reynslu. Það er jafnframt nauðsynlegt að þessi hópur einstaklinga fái enn fleiri tækifæri á næstu árum. Lilja Dögg hefur notið sín í náminu, hún elskar að mála og eins og einn kennarinn hennar sagði þá hverfur hún inn í myndirnar þegar hún málar. Svo mikil eru hughrif hennar og einbeiting að hún gleymir stað og stund. Það hefur verið einstakt að sjá hvað þessi vetur hefur verið valdeflandi fyrir Lilju Dögg á mörgum sviðum. Hún hefur styrkst mjög í listsköpun sinni, lært nýjar aðferðir, hún er öruggari og víðsýnni. Í útskriftarathöfninni 24. maí síðastliðinn sagði Áslaug skólastjóri að listmenntun veitti ýmis tækifæri og væri meðal annars tákn um þekkingu sem nýtist um ókomna tíð. Með það veganesti heldur Lilja Dögg ótrauð áfram í sinni listsköpun í framtíðinni. Hægt er að sækja um námið á heimasíðu Myndlistarskólans í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi námsstjóri og námsráðgjafi við Listaháskóla Íslands.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar