Vilja rannsaka meint samráð með OPEC Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2024 16:39 Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins vilja rannsókn á því hvort forsvarsmenn olíufélaga Bandaríkjanna hafi átt í samráði með OPEC um olíuverð. AP/J. Scott Applewhite Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til. Forsvarsmenn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna (FTC) sögðu fyrr í mánuðinum að rannsókn á samruna tveggja fyrirtækja hefði leitt í ljós samráð sem hefði aukið kostnað bandarískra fjölskylda og fyrirtækja. AP fréttaveitan segir fyrrverandi framkvæmdastjóra Pioneer Natural Resources grunaðan um að hafa átt í samráði við OPEC og OPEC+ með því markmiði að hækka verð hráolíu. Fjármálaeftirlitið samþykkti fyrr í mánuðinum yfirtöku félagsins Exxon Mobil á PNR. Áðurnefndum fyrrverandi framkvæmdastjóra var þó meinað að ganga til liðs við stjórn Exxon Mobil. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Bætist Rússland við og önnur ríki þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC kallast hópurinn OPEC+. Skýrsla eftirlitsins segir samráðið mögulega hafa kostað hefðbundna fjölskyldu um fimm hundruð dali í eldsneytiskostnað á ári. Það samsvarar tæpum sjötíu þúsund krónum. Sjá einnig: Ofsagróði hjá olíurisunum eftir innrás Rússa í Úkraínu Demókratar segja að á undanförnum tveimur árum hafi Exxon Mobil og önnur olíufélög Bandaríkjanna hagnast um rúmlega þrjú hundruð milljarða dala. Það samsvarar rúmum 41 billjón króna (41.000.000.000.000). Vilja allsherjarrannsókn Þingmennirnir vilja að starfsmenn FTC hefji allsherjar rannsókn á olíugeiranum og því hvort forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi átt í samráði við OPEC. Þeir segja það mögulega varða þjóðaröryggi, þar sem ríki innan OPEC, eins og Rússland og Íran, reyni að grafa undan Bandaríkjunum. Demókratar hófu sjálfir í síðustu viku rannsókn á því hvort forsvarsmenn olíufyrirtækja hafi lofað Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, einhverju og þá hverju á kvöldverði í apríl. Trump er sagður hafa beðið mennina um milljarð dala til forsetaframboðs síns í skiptum fyrir að draga úr reglum sem eiga að vernda umhverfið og binda enda á tímabundið bann við útflutning jarðgass. Því hefur einnig verið haldið fram að Trump hafi heitið því að halda eða bæta skattaafsláttum fyrirtækjanna. Talskona stærstu hagsmunasamtaka olíufyrirtækja í Bandaríkjunum sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að bandarísk olíufyrirtæki hefðu staðið við bakið á neytendum í Bandaríkjunum og um allan heim, gegn samdrætti á framleiðslu hjá OPEC. Hún sagði bréf Demókrata vera enn eina tilraun Demókrata til að grafa undan olíuiðnaðinum. Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Forsvarsmenn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna (FTC) sögðu fyrr í mánuðinum að rannsókn á samruna tveggja fyrirtækja hefði leitt í ljós samráð sem hefði aukið kostnað bandarískra fjölskylda og fyrirtækja. AP fréttaveitan segir fyrrverandi framkvæmdastjóra Pioneer Natural Resources grunaðan um að hafa átt í samráði við OPEC og OPEC+ með því markmiði að hækka verð hráolíu. Fjármálaeftirlitið samþykkti fyrr í mánuðinum yfirtöku félagsins Exxon Mobil á PNR. Áðurnefndum fyrrverandi framkvæmdastjóra var þó meinað að ganga til liðs við stjórn Exxon Mobil. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Bætist Rússland við og önnur ríki þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC kallast hópurinn OPEC+. Skýrsla eftirlitsins segir samráðið mögulega hafa kostað hefðbundna fjölskyldu um fimm hundruð dali í eldsneytiskostnað á ári. Það samsvarar tæpum sjötíu þúsund krónum. Sjá einnig: Ofsagróði hjá olíurisunum eftir innrás Rússa í Úkraínu Demókratar segja að á undanförnum tveimur árum hafi Exxon Mobil og önnur olíufélög Bandaríkjanna hagnast um rúmlega þrjú hundruð milljarða dala. Það samsvarar rúmum 41 billjón króna (41.000.000.000.000). Vilja allsherjarrannsókn Þingmennirnir vilja að starfsmenn FTC hefji allsherjar rannsókn á olíugeiranum og því hvort forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi átt í samráði við OPEC. Þeir segja það mögulega varða þjóðaröryggi, þar sem ríki innan OPEC, eins og Rússland og Íran, reyni að grafa undan Bandaríkjunum. Demókratar hófu sjálfir í síðustu viku rannsókn á því hvort forsvarsmenn olíufyrirtækja hafi lofað Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, einhverju og þá hverju á kvöldverði í apríl. Trump er sagður hafa beðið mennina um milljarð dala til forsetaframboðs síns í skiptum fyrir að draga úr reglum sem eiga að vernda umhverfið og binda enda á tímabundið bann við útflutning jarðgass. Því hefur einnig verið haldið fram að Trump hafi heitið því að halda eða bæta skattaafsláttum fyrirtækjanna. Talskona stærstu hagsmunasamtaka olíufyrirtækja í Bandaríkjunum sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að bandarísk olíufyrirtæki hefðu staðið við bakið á neytendum í Bandaríkjunum og um allan heim, gegn samdrætti á framleiðslu hjá OPEC. Hún sagði bréf Demókrata vera enn eina tilraun Demókrata til að grafa undan olíuiðnaðinum.
Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira