Afi skenkti leikmönnum Dortmund bjór Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júní 2024 14:16 Tómas Meyer er spenntur og nokkuð bjartsýnn fyrir kvöldinu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997. Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira