Örebro fékk stig í leiknum og það þýðir að liðið komst upp úr fallsæti deildarinnar. Liðið hefur náð í tólf stig úr fyrstu ellefu leikjum sínum.
Valgeir, sem spilaði sem bakvörður, jafnaði metin á 57. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá varnarmanninum Jesper Modig.
Markið var þó mikið einstaklingsframtak frá okkar manni. Valgeir fékk boltann á vinstri vængnum við vítateiginn, lék inn í teig og tvisvar á varnarmann áður en hann lyfti honum laglega yfir markvörðinn og í fjærhornið.
Það má sjá þetta laglega mark hér fyrir neðan.
Örebro SK:s Valgeir Valgeirsson chippar in ett inlägg som seglar hela vägen in i mål, 1-1 på Behrn Arena!
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) June 2, 2024
📲 Se all kommande sport på vår nya streaming-hemmaplan Max, där du ser allt från Superettan. pic.twitter.com/Cuemkq2BQw
Oddevold komst fyrst yfir á 39. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Assad Al Hamlawi kom Oddevold síðan aftur yfir tíu mínútum fyrir leikslok en Olle Kjellman Olblad hafði skorað fyrra mark liðsins.
Jöfnunarmark Örebro skoraði Kalle Holmberg á 90. mínútu leiksins og bjargaði þar með stigi fyrir Valgeir og félaga.
Valgeir hafði ekki skorað í fyrstu þrettán leikjum sínum í deild og bikar á tímabilinu.
Valgeir er 21 árs gamall en hann kom til Örebro frá HK í júlí 2022.