Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2024 12:15 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira