Vita ekki hvar tvö þúsund skotvopn eru niðurkomin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2024 19:59 Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi, segir að um tvö þúsund vopn séu skráð hérlendis sem ekki sé vitað hvar eru niðurkomin bjarni einarsson Lögreglufulltrúi segir áhyggjuefni að hér á landi séu tvö þúsund skotvopn á skrá sem lögregla veit ekki hvar eru niðurkomin. Um 340 vopn eru skráð stolin hér á landi og óttast lögregla að þau séu í röngum höndum. Vélbyssur, skammbyssur og byssur sem eru þrívíddarprentaðar í heimahúsi eru á meðal þeirra tvö hundruð skotvopna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt á síðustu árum. Skotvopn eru ýmist haldlögð ef þau finnast þar sem þau eiga ekki að vera, jafnvel á víðavangi og ef andleg veikindi leyfishafa gera vart við sig. „Yfirleitt ef að vopn enda hér hjá okkur þá hefur eitthvað gengið á,“ segir Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi og bætir við að sum þeirra hafi verið hluti af sakamálarannsóknum. Í skotvopnaskrá lögreglu eru 1.450 vopn skráð týnd auk þess sem um 340 vopn eru skráð stolin. „Þannig þetta eru tvö þúsund vopn sem eru skráð hérlendis en ekki er vitað hvar eru niðurkomin.“ Sem Þórarinn segir áhyggjuefni þó hann telji að í mörgum tilfellum séu vopnin ekki til staðar lengur og hafi verið fargað fyrir áratugum síðan. „En eru enn skráð. Vissulega er það klárt, og við vitum það svo sem, að það eru vopn þarna úti hjá einstaklingum sem við vildum síst að hefðu yfir slíku að búa.“ Aukin ásókn í undirheimunum Hafi þið áhyggjur af því að vopn séu í röngum höndum, hjá einhverjum sem hafa eitthvað í hyggju eða álíka? „Já í mörgum tilfellum er það þannig. Þetta er orðið bara eitthvað sem er aukin ásókn í í undirheimunum og það er bara þar eins og annars staðar að þegar einn byrjar þá fylgja hinir með.“ Skotvopnin sem lögregla haldleggur eru geymd í læstum skápum.bjarni einarsson Erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um Aðspurður hvort lögreglan leiti vopnanna með skipulögðum hætti segir Þórarinn erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um en að lögreglan fylgi vísbendingum og ábendingum stíft eftir. Aðspurður hvort herða þurfi eftirlit með þeim sem fá skotvopnaleyfi segir hann lagaumhverfið mjög skýrt. „Það er ströng skotvopnalöggjöf á Íslandi og oft undan því kvartað af þeim sem eiga byssur. En það sem við fáum í staðinn er að við erum nokkuð langt á eftir öðrum löndum þegar kemur að vopnaburði og glæpum þar sem vopn eru notuð, það er kosturinn við þetta. Eftirlitið hefur verið mismunandi á milli embætta. Við hér á höfuðborgarsvæðinu erum að reyna að auka okkar eftirlit dálítið mikið, en það má svo sem alltaf gera betur í því. Ég held að heilt yfir séu þessi mál í ágætis horfi.“ Vopnalögum var nýlega breytt og segir Þórarinn lagaumhverfið skýrt og þessi má í ágætis horfi.bjarni einarsson Reglur hertar Þá bendir hann á að vopnalögum hafi verið breytt fyrr á árinu og nú sé skylda að geyma öll skotvopn í viðurkenndum byssuskápum. Í eldri lögum miðaði skyldan við fjórðu byssu. Hann segir að telja megi á fingrum annarrar handar hversu oft byssum hafi verið stolið úr læstum skápum hérlendis. Þá sé óheimilt að geyma vopn í sumarbústöðum, bátum eða á öðrum slíkum stöðum auk þess sem lögreglu sé heimilt að banka upp á hjá fólki fyrirvaralaust til að gera úttekt á vörslum skotvopna. Oftast stolið af þeim sem búa í fjölbýli Hann segir skotvopnum í fæstum tilfellum stolið af þeim sem hafa safnaraleyfi og eiga mörg vopn. Þeim sé þvert á móti helst stolið af þeim sem eiga fá vopn. „Og helst þeir sem búa í fjölbýli vegna þess að innbrotin eru algengust í geymslur í fjölbýlishúsum. Og ef að þar er geymd byssa uppi í hillu þá er auðvelt að kippa henni þaðan og fjarlægja hana. Þannig það eru hættulegustu vopnaeigendurnir samkvæmt þessari tölfræði.“ Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Vélbyssur, skammbyssur og byssur sem eru þrívíddarprentaðar í heimahúsi eru á meðal þeirra tvö hundruð skotvopna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt á síðustu árum. Skotvopn eru ýmist haldlögð ef þau finnast þar sem þau eiga ekki að vera, jafnvel á víðavangi og ef andleg veikindi leyfishafa gera vart við sig. „Yfirleitt ef að vopn enda hér hjá okkur þá hefur eitthvað gengið á,“ segir Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi og bætir við að sum þeirra hafi verið hluti af sakamálarannsóknum. Í skotvopnaskrá lögreglu eru 1.450 vopn skráð týnd auk þess sem um 340 vopn eru skráð stolin. „Þannig þetta eru tvö þúsund vopn sem eru skráð hérlendis en ekki er vitað hvar eru niðurkomin.“ Sem Þórarinn segir áhyggjuefni þó hann telji að í mörgum tilfellum séu vopnin ekki til staðar lengur og hafi verið fargað fyrir áratugum síðan. „En eru enn skráð. Vissulega er það klárt, og við vitum það svo sem, að það eru vopn þarna úti hjá einstaklingum sem við vildum síst að hefðu yfir slíku að búa.“ Aukin ásókn í undirheimunum Hafi þið áhyggjur af því að vopn séu í röngum höndum, hjá einhverjum sem hafa eitthvað í hyggju eða álíka? „Já í mörgum tilfellum er það þannig. Þetta er orðið bara eitthvað sem er aukin ásókn í í undirheimunum og það er bara þar eins og annars staðar að þegar einn byrjar þá fylgja hinir með.“ Skotvopnin sem lögregla haldleggur eru geymd í læstum skápum.bjarni einarsson Erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um Aðspurður hvort lögreglan leiti vopnanna með skipulögðum hætti segir Þórarinn erfitt að hafa eftirlit með því sem ekkert er vitað um en að lögreglan fylgi vísbendingum og ábendingum stíft eftir. Aðspurður hvort herða þurfi eftirlit með þeim sem fá skotvopnaleyfi segir hann lagaumhverfið mjög skýrt. „Það er ströng skotvopnalöggjöf á Íslandi og oft undan því kvartað af þeim sem eiga byssur. En það sem við fáum í staðinn er að við erum nokkuð langt á eftir öðrum löndum þegar kemur að vopnaburði og glæpum þar sem vopn eru notuð, það er kosturinn við þetta. Eftirlitið hefur verið mismunandi á milli embætta. Við hér á höfuðborgarsvæðinu erum að reyna að auka okkar eftirlit dálítið mikið, en það má svo sem alltaf gera betur í því. Ég held að heilt yfir séu þessi mál í ágætis horfi.“ Vopnalögum var nýlega breytt og segir Þórarinn lagaumhverfið skýrt og þessi má í ágætis horfi.bjarni einarsson Reglur hertar Þá bendir hann á að vopnalögum hafi verið breytt fyrr á árinu og nú sé skylda að geyma öll skotvopn í viðurkenndum byssuskápum. Í eldri lögum miðaði skyldan við fjórðu byssu. Hann segir að telja megi á fingrum annarrar handar hversu oft byssum hafi verið stolið úr læstum skápum hérlendis. Þá sé óheimilt að geyma vopn í sumarbústöðum, bátum eða á öðrum slíkum stöðum auk þess sem lögreglu sé heimilt að banka upp á hjá fólki fyrirvaralaust til að gera úttekt á vörslum skotvopna. Oftast stolið af þeim sem búa í fjölbýli Hann segir skotvopnum í fæstum tilfellum stolið af þeim sem hafa safnaraleyfi og eiga mörg vopn. Þeim sé þvert á móti helst stolið af þeim sem eiga fá vopn. „Og helst þeir sem búa í fjölbýli vegna þess að innbrotin eru algengust í geymslur í fjölbýlishúsum. Og ef að þar er geymd byssa uppi í hillu þá er auðvelt að kippa henni þaðan og fjarlægja hana. Þannig það eru hættulegustu vopnaeigendurnir samkvæmt þessari tölfræði.“
Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46 Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34
Sjö byssum stolið á síðasta ári Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar. 10. ágúst 2021 19:47
180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. 9. ágúst 2021 19:46
Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02