Írskur matsölustaður hafði betur í vörumerkjadeilum við McDonalds Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 14:46 Deilan snerist um vörumerkið Big Mac sem heiti á veitingastað og í tengslum við kjúklingaborgara á matseðli McDonalds. AP Írska skyndibitakeðjan Supermac hafði betur gegn skyndibitarisanum McDonalds í dómsmáli sem sneri að notkun vörkumerkisins Big Mac. Samkvæmt dóminum má McDonalds ekki nota vörumerkið í tengslum við kjúklingaborgara lengur. Úrskurður Evrópudómstólsins bindur endi á níu ára langrar deilu staðanna tveggja, sem hófst með stofnun Supermac árið 2015 og tilraun stofnenda til að koma vörumerkinu á evrópskan markað. Forsvarsmenn McDonalds andmæltu vörumerkinu, sem þeir sögðu of líkt Big Mac-vörkumerki þeirra og nafnið kæmi til með að rugla neytendur. Ári síðar vann McDonalds hálfgerðan sigur, þegar Supermac fékk leyfi fyrir samnefndu vörumerki en ekki fyrir vörumerki marga rétta á matseðlinum. Ári síðar lagði írska veitingakeðjan inn málsókn fyrir hugverkastofu ESB (EUIPO) gegn McDonalds fyrir einokun á vörumerkinu Big Mac. Í umsögninni var því haldið fram að vörumerkið hefði ekki verið notað í tengslum við nafn á veitingastað í fimm ár. Supermac sakaði risann um svokallaða „vörumerkjaógn“, skráningu vörumerkja sem ekki eru notuð til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar á markaði fái leyfi fyrir vörumerkinu. Sigur fyrir minni fyrirtæki EUIPO staðfesti málið að hluta til árið 2019, og í gær úrskurðaði Evrópudómstóllinn um að vörumerkið Big Mac yrði afskráð sem vörumerkt veitingastaðarheiti og að afturkalla rétt McDonalds til að nota vörumerkið í tengslum við rétti sem innihalda kjúkling. Niðurstaðan grundvallaðist á að sönnunargögn McDonalds gæfu enga vísbendingu um að vörumerkið væri notað sem nafn á nokkrum veitingastað né í tengslum við kjúklingaborgara. Stofnandi Supermac, sagði úrskurðinn mikilvægan sigur fyrir lítil fyrirtæki í yfirlýsingu. „Upphaflega markmiðið með lögsókninni var að varpa ljósi á því vörumerkjaeinelti sem þessir risar beita til að hefta samkeppni.“ Í yfirlýsingu frá McDonalds vegna málsins segir að ákvörðun Evrópudómstólsins hafi ekki áhrif á rétt skyndibitarisans til að nota vörumerkið Big Mac. „Vörumerkið er gríðarlega sterkt um allan heim, þar á meðal í Evrópusambandinu, og þessi ákvörðun mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á getu okkar til að nota vörumerkið eða verja gegn réttarskerðingu.“ The Guardian fjallaði ítarlega um málið. Írland Hamborgarar Matur Veitingastaðir Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Úrskurður Evrópudómstólsins bindur endi á níu ára langrar deilu staðanna tveggja, sem hófst með stofnun Supermac árið 2015 og tilraun stofnenda til að koma vörumerkinu á evrópskan markað. Forsvarsmenn McDonalds andmæltu vörumerkinu, sem þeir sögðu of líkt Big Mac-vörkumerki þeirra og nafnið kæmi til með að rugla neytendur. Ári síðar vann McDonalds hálfgerðan sigur, þegar Supermac fékk leyfi fyrir samnefndu vörumerki en ekki fyrir vörumerki marga rétta á matseðlinum. Ári síðar lagði írska veitingakeðjan inn málsókn fyrir hugverkastofu ESB (EUIPO) gegn McDonalds fyrir einokun á vörumerkinu Big Mac. Í umsögninni var því haldið fram að vörumerkið hefði ekki verið notað í tengslum við nafn á veitingastað í fimm ár. Supermac sakaði risann um svokallaða „vörumerkjaógn“, skráningu vörumerkja sem ekki eru notuð til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar á markaði fái leyfi fyrir vörumerkinu. Sigur fyrir minni fyrirtæki EUIPO staðfesti málið að hluta til árið 2019, og í gær úrskurðaði Evrópudómstóllinn um að vörumerkið Big Mac yrði afskráð sem vörumerkt veitingastaðarheiti og að afturkalla rétt McDonalds til að nota vörumerkið í tengslum við rétti sem innihalda kjúkling. Niðurstaðan grundvallaðist á að sönnunargögn McDonalds gæfu enga vísbendingu um að vörumerkið væri notað sem nafn á nokkrum veitingastað né í tengslum við kjúklingaborgara. Stofnandi Supermac, sagði úrskurðinn mikilvægan sigur fyrir lítil fyrirtæki í yfirlýsingu. „Upphaflega markmiðið með lögsókninni var að varpa ljósi á því vörumerkjaeinelti sem þessir risar beita til að hefta samkeppni.“ Í yfirlýsingu frá McDonalds vegna málsins segir að ákvörðun Evrópudómstólsins hafi ekki áhrif á rétt skyndibitarisans til að nota vörumerkið Big Mac. „Vörumerkið er gríðarlega sterkt um allan heim, þar á meðal í Evrópusambandinu, og þessi ákvörðun mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á getu okkar til að nota vörumerkið eða verja gegn réttarskerðingu.“ The Guardian fjallaði ítarlega um málið.
Írland Hamborgarar Matur Veitingastaðir Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira