Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 20:02 Óttar harmar breytingar sem gerðar hafa verið á Pepsí. Hann vill ekki sjá sætuefnin. bjarni einarsson Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur. Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“ Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“
Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira