Vika einmanaleikans Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 11. júní 2024 14:01 Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Sjá meira
Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun