Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að austan og suðaustanátt verði í dag. Í kvöld og nótt dragi hægt úr vindi og úrkomu.
Á morgun er spáð austlægri átt með þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart veður verður um mest allt land en skýjað með köflum vestanlands og enn líkur á þoku við sjávarsíðuna fyrir norðan og austan. Áfram verði fremur hlýtt í veðri og allt að átján stiga hiti. Hlýjast verður inn til landsins.