Boston Celtics NBA-meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 06:30 Jaylen Brown og liðsfélagar hans í Boston Celtics fagna titlinum í nótt. Getty/Elsa Boston Celtics endaði sextán ára bið félagsins eftir NBA titli í nótt en liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvíginu á móti Dallas Mavericks með afar sannfærandi átján stiga sigri, 106-88, á heimavelli sínum í Boston. Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira