Þreyta vegna umræðunnar um umhverfismál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2024 20:05 Þátttakendur unnu meðal annars í hópum í dag eftir erindi dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag. Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira