Ekki fyrir þá miklu athygli sem fylgir hjónabandinu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2024 10:17 Jennifer Lopez og Ben Affleck á frumsýningu kvikmyndarinnar AIR sem Affleck leikstýrði og lék í. EPA/ETIENNE LAURENT Bandaríski leikarinn Ben Affleck segist vera feiminn og að honum líði betur fyrir aftan myndavélina. Hann sé ekki fyrir mikla athygli, nóg sé þó búið að vera af henni síðan hann giftist Jennifer Lopez. Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira