Óheppnasti leikmaður Evrópumótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:51 Romelu Lukaku er örugglega ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu eftir tvo fyrstu leiki Belgíu á EM í fótbolta í Þýskalandi. Getty/ Stu Forster Það er ekki hægt annað en að vorkenna belgíska framherjanum Romelu Lukaku sem er enn að bíða eftir fyrsta löglega marki sínu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira