Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júní 2024 18:14 Albert Einstein í þungum þönkum. Getty Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir. Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir.
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira