Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 15:38 Maðurinn var sýknaður fyrir Landsrétti. Vísir/Vilhelm Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30