Flug frá Keflavík til Köben taki styttri tíma en meðaltími nauðgunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 15:47 Guðný S. Bjarnadóttir er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist sitja upp með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum þegar hún varð fyrir grófu kynferðisbroti í eigin afmælisveislu. Hún segir meðaltíma sem kynferðisofbeldi standi yfir um fjórar og hálf klukkustund. „Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf,“ skrifar Guðný í aðsendri grein á Vísi. Í greininni segir Guðný frá grófu ofbeldisbroti sem hún varð sjálf fyrir og eru viðkvæmir lesendur varaðir við lýsingunum. „Árásin á mig var plönuð.Gerandinn mætti í afmælið mitt með MDMA og svefntöflu, mér algerlega óafvitandi. Mér var byrlað og stóð verknaðurinn yfir í u.þ.b. 2 klukkutíma og 15 mínútur. Þetta veit ég því ég var með Garmin úr á mér á meðan þessu stóð og það mældi allt sem gerðist á þessum tíma: Hraða hjartsláttinn sem ég fékk þegar áhrifin af efnunum komu yfir mig. Hvernig púlsinn datt niður og hvernig hann rauk upp aftur þegar meiri efni voru sett upp í mig gegn mínum vilja,“ skrifar Guðný. Kynferðisofbeldi breyti kjarna manneskju til frambúðar Hún segir sér hafa verið haldið í annarlegu ástandi á meðan árásinni stóð og að hún hafi aðeins verið með meðvitund í örfá augnablik. Augnablik sem lifa svo skýrt í huga hennar að þau gefa henni martraðir enn þann dag í dag, tveimur og hálfu ári seinna. Guðný segir kynferðisofbeldi ekki einangrað atvik í lífi fólks sem verður fyrir því. Slíkt áfall breyti kjarna manneskju til frambúðar. „Ég upplifði algjört niðurbrot. Niðurbrot á mér sem manneskju, tóm að innan eftir að allt sem ég var hafði verið tekið frá mér. Í skýrslu úr áfallameðferðinni minni stendur: „óvíst hvort skjólstæðingur nái bata,““ skrifar Guðný. Guðný segir að það að tilkynna kynferðisofbeldi sé stórt skref sem ekki allir taki en að þess þó heldur sé mikilvægt að trúa þolendur þegar þau skref eru tekin. „Getur þú ímyndað þér að verða fyrir ofbeldi og árás í marga klukkutíma og enginn trúir þér? Sjaldnast eru vitni í svona málum. Sumum, eins og mér, er byrlað til að tryggja erfiðleika við að muna ofbeldið. Sum segja aldrei frá því og samfélagið okkar á erfitt með að heyra af ofbeldinu sem hér þrífst,“ skrifar Guðný. Mál falli niður af ótal ástæðum Hún segir samfélagið þurfa að horfast í augu við þetta hugslausa skrímsli sem kynferðisofbeldi er og hversu algengt það er í raun. Guðný segist jafnframt fyllast af miklu vonleysi þegar hún lesi eða heyri fólk tala um niðurfelld mál. Hún segist heyra að niðurfelld mál hljóti að vera byggð á lygi eða að ofbeldið hafi ekki verið svo alvarlegt fyrst málalyktir voru eins og þær voru. „Sannleikurinn er sá að mál eru felld niður af ótal mörgum ástæðum sem hefur ekkert alltaf með sönnunargögn eða trúverðugleika þolenda að gera. Mál eru stundum felld niður einfaldlega vegna þess að rannsókn lögreglu er talin ófullnægjandi af ákæruvaldinu. Vegna þess að verkferlum lögreglunnar er ekki fylgt eftir eða rannsókn tekið of langan tíma. Bókstaflega vegna þess að ekki var tikkað í öll boxin við rannsókn málsins,“ skrifar Guðný. Stefna tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur Guðný segist bera merki þess ofbeldis sem hún varð fyrir utan á sér jafnt og sálinni og að hún sitji uppi með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum. „Mér er synjað um réttláta málsmeðferð. „Talin trúverðug í öllum skýrslutökum,“ stendur í málsgögnunum mínum. Myndirnar af mér, sem teknar voru á neyðarmóttökunni; háværar raddir sem kosið var að hlusta ekki á. Vettvangurinn sjálfur hunsaður,“ skrifar Guðný. „Í flugi þarf ekki að breyta stefnu nema um eina gráðu til að breyta um áfangastað. Ég fer því ekki til Köben heldur er stefnan tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur,“ skrifar hún að lokum. Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
„Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf,“ skrifar Guðný í aðsendri grein á Vísi. Í greininni segir Guðný frá grófu ofbeldisbroti sem hún varð sjálf fyrir og eru viðkvæmir lesendur varaðir við lýsingunum. „Árásin á mig var plönuð.Gerandinn mætti í afmælið mitt með MDMA og svefntöflu, mér algerlega óafvitandi. Mér var byrlað og stóð verknaðurinn yfir í u.þ.b. 2 klukkutíma og 15 mínútur. Þetta veit ég því ég var með Garmin úr á mér á meðan þessu stóð og það mældi allt sem gerðist á þessum tíma: Hraða hjartsláttinn sem ég fékk þegar áhrifin af efnunum komu yfir mig. Hvernig púlsinn datt niður og hvernig hann rauk upp aftur þegar meiri efni voru sett upp í mig gegn mínum vilja,“ skrifar Guðný. Kynferðisofbeldi breyti kjarna manneskju til frambúðar Hún segir sér hafa verið haldið í annarlegu ástandi á meðan árásinni stóð og að hún hafi aðeins verið með meðvitund í örfá augnablik. Augnablik sem lifa svo skýrt í huga hennar að þau gefa henni martraðir enn þann dag í dag, tveimur og hálfu ári seinna. Guðný segir kynferðisofbeldi ekki einangrað atvik í lífi fólks sem verður fyrir því. Slíkt áfall breyti kjarna manneskju til frambúðar. „Ég upplifði algjört niðurbrot. Niðurbrot á mér sem manneskju, tóm að innan eftir að allt sem ég var hafði verið tekið frá mér. Í skýrslu úr áfallameðferðinni minni stendur: „óvíst hvort skjólstæðingur nái bata,““ skrifar Guðný. Guðný segir að það að tilkynna kynferðisofbeldi sé stórt skref sem ekki allir taki en að þess þó heldur sé mikilvægt að trúa þolendur þegar þau skref eru tekin. „Getur þú ímyndað þér að verða fyrir ofbeldi og árás í marga klukkutíma og enginn trúir þér? Sjaldnast eru vitni í svona málum. Sumum, eins og mér, er byrlað til að tryggja erfiðleika við að muna ofbeldið. Sum segja aldrei frá því og samfélagið okkar á erfitt með að heyra af ofbeldinu sem hér þrífst,“ skrifar Guðný. Mál falli niður af ótal ástæðum Hún segir samfélagið þurfa að horfast í augu við þetta hugslausa skrímsli sem kynferðisofbeldi er og hversu algengt það er í raun. Guðný segist jafnframt fyllast af miklu vonleysi þegar hún lesi eða heyri fólk tala um niðurfelld mál. Hún segist heyra að niðurfelld mál hljóti að vera byggð á lygi eða að ofbeldið hafi ekki verið svo alvarlegt fyrst málalyktir voru eins og þær voru. „Sannleikurinn er sá að mál eru felld niður af ótal mörgum ástæðum sem hefur ekkert alltaf með sönnunargögn eða trúverðugleika þolenda að gera. Mál eru stundum felld niður einfaldlega vegna þess að rannsókn lögreglu er talin ófullnægjandi af ákæruvaldinu. Vegna þess að verkferlum lögreglunnar er ekki fylgt eftir eða rannsókn tekið of langan tíma. Bókstaflega vegna þess að ekki var tikkað í öll boxin við rannsókn málsins,“ skrifar Guðný. Stefna tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur Guðný segist bera merki þess ofbeldis sem hún varð fyrir utan á sér jafnt og sálinni og að hún sitji uppi með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum. „Mér er synjað um réttláta málsmeðferð. „Talin trúverðug í öllum skýrslutökum,“ stendur í málsgögnunum mínum. Myndirnar af mér, sem teknar voru á neyðarmóttökunni; háværar raddir sem kosið var að hlusta ekki á. Vettvangurinn sjálfur hunsaður,“ skrifar Guðný. „Í flugi þarf ekki að breyta stefnu nema um eina gráðu til að breyta um áfangastað. Ég fer því ekki til Köben heldur er stefnan tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur,“ skrifar hún að lokum.
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira