Yazan, Kant og siðleg breytni á Íslandi Gunnar Hersveinn skrifar 28. júní 2024 19:31 Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar