Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 14:43 Séra Aldís Rut er nýr prestur í Grafarvogsprestakalli. Þjóðkirkjan Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“ Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“
Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira