„Við fáum nýja titla í desember, Afi G og Amma F. Hlökkum til að fá litla ömmu- og afastrákinn í fangið,“ sögðu Garðar og konan hans, Fanney Sanda, á Instagram í dag.
Garðar kvæntist Fanneyu Söndru, flugfreyju, förðunarfræðingi og fegurðardrottningu, í júlí í fyrra, og saman eiga þau tvö börn. Garðar á fjögur börn úr fyrri samböndum.
Garðar er af skaganum og spilaði lengi með ÍA á fótboltaferlinum. Hann er bróðir Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkings, og Bjarka Gunnlaugssonar umboðsmanns. Allir spiluðu þeir með landsliðinu.