„Lýtalaus íslenska“ er ekki til Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 1. júlí 2024 12:30 Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. Kæran „lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari […]. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar.“ Með tali um „lögbrot“ er væntanlega vísað í Lög um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013, en þar er fjallað um íslenska tungu í nokkrum greinum. Í fyrstu grein laganna segir: „Ríkisútvarpið [...] skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.“ Í sjötta tölulið þriðju greinar segir: „Ríkisútvarpið skal sinna menningarlegu hlutverki sínu m.a. með því að: [...] Leggja rækt við íslenska tungu.“ Í sjöttu grein segir: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, skal fylgja íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. [...] Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausri íslensku.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Á [RÚV] eru lagðar þær skyldur að gera sitt ýtrasta til að miðla íslensku máli þannig að hlustendur, lesendur og áhorfendur geti treyst því að tal og texti sé ávallt á lýtalausri íslensku.“ En hvernig er „lýtalaus íslenska“? Lýsingarorðið lýtalaus er skýrt 'sem hefur enga galla, gallalaus' í Íslenskri nútímamálsorðabók. Forsenda fyrir því að slíkt orð hafi einhverja merkingu er að til sé einhver fullkomin fyrirmynd eða líkan – þá er hægt að skilgreina öll frávik frá þeirri fyrirmynd sem galla eða lýti. En þegar um tungumál er að ræða er slík fyrirmynd ekki til. Í öllum tungumálum eru til einhver tilbrigði og þótt samstaða kunni að vera um einhvern málstaðal tekur hann aldrei á þeim öllum. Ákvæði um „lýtalausa íslensku“ er því í raun merkingarlaust enda er það orðalag ekki notað í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við RÚV heldur sagt: „Áhersla skal lögð á vandað mál í öllum miðlum […].“ Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum. En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ getur beinlínis unnið gegn meginmarkmiði Laga um Ríkisútvarpið eins og það er sett fram í fyrstu grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.“ Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið. Í skilgreiningu á vönduðu máli í Málstefnu RÚVsegir: „Vandað mál er markvisst og felst í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði skal gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls.“ Í málstefnunni segir einnig: „RÚV hefur fyrst og fremst málrækt að leiðarljósi í málstefnu sinni en málpólitík er þó samofin henni. Fylgt er skilgreiningu á málrækt í málfræðiorðasafni í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.“ Þar segir m.a.: „Málrækt getur líka náð til annarra tilrauna [en þeirra að mynda ný orð af innlendum stofni eða laga erlend orð að beygingum og hljóðkerfi þess] til þess að gera málið hæfara til að þjóna hlutverki sínu í samfélaginu.“ Þetta er mjög mikilvægt. Það er grundvallaratriði að málfar í Ríkisútvarpinu endurspegli fjölbreytileika samfélagsins á hverjum tíma, enda segir í áðurnefndum þjónustusamningi: „Gert er ráð fyrir að málstefna Ríkisútvarpsins sé í stöðugri endurskoðun og í henni séu einnig sett fram viðmið um mismunandi málsnið eftir tegundum dagskrárefnis.“ Í málstefnunni segir líka: „Mikilvægt er að hafa í huga að málsnið getur verið með ýmsu móti og misjafnlega formlegt. Orðaval og talsmáti kann að taka mið af því.“ Í þessu felst vitanlega skilningur og viðurkenning á því að mál getur verið vandað án þess að vera einsleitt. Umburðarlyndi gagnvart tilbrigðum og fjölbreytileika í máli er forsenda þess að RÚV geti sinnt skyldum sínum við samfélagið. Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“. Þótt skoðanir séu skiptar á þeim breytingum er ljóst að þau sem þær gera telja sig vera að „leggja rækt við íslenska tungu“. Hins vegar er óhætt að fullyrða að aðrar og miklu stærri hættur steðja að íslenskunni um þessar mundir, og ef á að gagnrýna RÚV fyrir óvandað mál er nær að beina sjónum að notkun enskra orða í íslensku samhengi þar sem völ er á íslenskum orðum. Því miður ber töluvert á þessu í RÚV – en ég læt lesendum eftir að íhuga hvers vegna fremur er kært út af kynhlutlausu máli. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. Kæran „lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari […]. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar.“ Með tali um „lögbrot“ er væntanlega vísað í Lög um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013, en þar er fjallað um íslenska tungu í nokkrum greinum. Í fyrstu grein laganna segir: „Ríkisútvarpið [...] skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.“ Í sjötta tölulið þriðju greinar segir: „Ríkisútvarpið skal sinna menningarlegu hlutverki sínu m.a. með því að: [...] Leggja rækt við íslenska tungu.“ Í sjöttu grein segir: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, skal fylgja íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. [...] Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausri íslensku.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Á [RÚV] eru lagðar þær skyldur að gera sitt ýtrasta til að miðla íslensku máli þannig að hlustendur, lesendur og áhorfendur geti treyst því að tal og texti sé ávallt á lýtalausri íslensku.“ En hvernig er „lýtalaus íslenska“? Lýsingarorðið lýtalaus er skýrt 'sem hefur enga galla, gallalaus' í Íslenskri nútímamálsorðabók. Forsenda fyrir því að slíkt orð hafi einhverja merkingu er að til sé einhver fullkomin fyrirmynd eða líkan – þá er hægt að skilgreina öll frávik frá þeirri fyrirmynd sem galla eða lýti. En þegar um tungumál er að ræða er slík fyrirmynd ekki til. Í öllum tungumálum eru til einhver tilbrigði og þótt samstaða kunni að vera um einhvern málstaðal tekur hann aldrei á þeim öllum. Ákvæði um „lýtalausa íslensku“ er því í raun merkingarlaust enda er það orðalag ekki notað í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við RÚV heldur sagt: „Áhersla skal lögð á vandað mál í öllum miðlum […].“ Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum. En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ getur beinlínis unnið gegn meginmarkmiði Laga um Ríkisútvarpið eins og það er sett fram í fyrstu grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.“ Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið. Í skilgreiningu á vönduðu máli í Málstefnu RÚVsegir: „Vandað mál er markvisst og felst í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði skal gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls.“ Í málstefnunni segir einnig: „RÚV hefur fyrst og fremst málrækt að leiðarljósi í málstefnu sinni en málpólitík er þó samofin henni. Fylgt er skilgreiningu á málrækt í málfræðiorðasafni í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.“ Þar segir m.a.: „Málrækt getur líka náð til annarra tilrauna [en þeirra að mynda ný orð af innlendum stofni eða laga erlend orð að beygingum og hljóðkerfi þess] til þess að gera málið hæfara til að þjóna hlutverki sínu í samfélaginu.“ Þetta er mjög mikilvægt. Það er grundvallaratriði að málfar í Ríkisútvarpinu endurspegli fjölbreytileika samfélagsins á hverjum tíma, enda segir í áðurnefndum þjónustusamningi: „Gert er ráð fyrir að málstefna Ríkisútvarpsins sé í stöðugri endurskoðun og í henni séu einnig sett fram viðmið um mismunandi málsnið eftir tegundum dagskrárefnis.“ Í málstefnunni segir líka: „Mikilvægt er að hafa í huga að málsnið getur verið með ýmsu móti og misjafnlega formlegt. Orðaval og talsmáti kann að taka mið af því.“ Í þessu felst vitanlega skilningur og viðurkenning á því að mál getur verið vandað án þess að vera einsleitt. Umburðarlyndi gagnvart tilbrigðum og fjölbreytileika í máli er forsenda þess að RÚV geti sinnt skyldum sínum við samfélagið. Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“. Þótt skoðanir séu skiptar á þeim breytingum er ljóst að þau sem þær gera telja sig vera að „leggja rækt við íslenska tungu“. Hins vegar er óhætt að fullyrða að aðrar og miklu stærri hættur steðja að íslenskunni um þessar mundir, og ef á að gagnrýna RÚV fyrir óvandað mál er nær að beina sjónum að notkun enskra orða í íslensku samhengi þar sem völ er á íslenskum orðum. Því miður ber töluvert á þessu í RÚV – en ég læt lesendum eftir að íhuga hvers vegna fremur er kært út af kynhlutlausu máli. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun