Slæleg vinnubrögð álagi og tímapressu að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 15:22 Páll Winkel Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal. RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“ Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“
Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira