Taka fyrir nauðgun á táningsstúlku vegna vinnubragða Landsréttar Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 13:19 Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun taka fyrir mál Inga Vals Davíðssonar, Ólafsfirðings á fertugsaldri, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti í apríl síðastliðnum fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar síns. Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals. Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira