Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Patrekur Emil Jónsson „ungapabbi” í Hafnarfirði og Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” með ungana tvo, sem þau fóðruðu og sáu um í 15 daga en vonandi ná þeir að bjarga sér út í náttúrunni eftir að þeim var sleppt í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns
Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira