„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:31 Glódís Perla Viggósdóttir fagnaði eftir leik Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. „Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“ EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira
„Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira