Þýskaland lagði Austurríki örugglega 4-0 í síðasta leik liðanna í undankeppni EM. Sigurinn tryggði Þýskalandi sigur í riðlinum en aðeins nokkrum dögum áður hafði Ísland lagt þær þýsku að velli örugglega á Laugardalsvelli.
Segja má að þýska liðið hafi að vissu leyti svarað fyrir tapið á Laugardalsvelli með gríðarlega öruggir frammistöðu gegn Austurríki en sigurinn kostaði þó sitt. Hin 22 ára gamla Oberdorf meiddist illa á hné, sleit bæði krossband og liðband í hægra hné.
„Við finnum til með Lenu og munum styðja hana af öllum okkar mætti í endurkomunni,“ sagði Bianca Rech, framkvæmdastjóri kvennaliðs Bayern.
Oberdorf er langt í því frá fyrsta stórstjarnan í kvennaboltanum sem slítur krossband. Undanfarin ár hafa Alexia Putellas, Beth Mead, Vivianne Miedema, Sam Kerr og Leah Williamson eru allt stórstjörnur sem hafa misst af - eða munu missa af í tilfelli Kerr - stórmótum á undanförnum misserum vegna hnémeiðsla.