Hamilton hrósar Schumacher fyrir að koma út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 14:31 Lewis Hamilton keppir í ungverska kappakstrinum um helgina. getty/Alessio Morgese Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hrósaði Ralf Schumacher fyrir að koma út úr skápnum. Fyrr í vikunni greindi Schumacher, sem vann sex Formúlu 1 keppnir á ökumannsferlinum, frá því að hann væri samkynhneigður. Hamilton, sem er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 ásamt Michael Schumacher, eldri bróður Ralfs, sagði að Þjóðverjinn hefði tekið stórt og hugrakkt skref með því að koma út úr skápnum. Allir innan Formúlu 1 vissu þó að Schumacher væri samkynhneigður. „Hann hefur klárlega ekki átt auðvelt með að segja frá þessu í fortíðinni. Þetta er ekki nýtt af nálinni,“ sagði Hamilton fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „En þetta sýnir að við erum loksins komin á þann stað að geta tekið skref sem þetta óttalaust. Hingað til hefur hann bara fengið jákvæð viðbrögð frá fólki í Formúlu 1 og vonandi getur hann sagt að það sé vegna tímanna sem við lifum á núna og breytinganna sem hafa átt sér stað.“ Enn mikið verk óunnið Hamilton segir þó að Formúla 1 eigi enn talsvert í land þegar kemur að málum annarra en gagnkynhneigðra karla. „Það er eitt að segja að við tökum öllum með opnum örmum og annað að sjá til þess að fólki líði vel í aðstæðum,“ sagði Hamilton. „Þetta er karlasport og við vitum ekki betur en að hann sé einn af þeim fyrstu til að koma fram svona opinberlega. Við tökum öllum opnum örmum innan liðsins en íþróttin þarf að gera meira til að fólki líði vel, til að konum finnist þær vera velkomnar því við vitum að það hefur ekki alltaf verið komið vel fram við þær á þessum vettvangi. Við getum klárlega gert betur.“ Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, er í 8. sæti í keppni ökuþóra á þessu tímabili í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Schumacher, sem vann sex Formúlu 1 keppnir á ökumannsferlinum, frá því að hann væri samkynhneigður. Hamilton, sem er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 ásamt Michael Schumacher, eldri bróður Ralfs, sagði að Þjóðverjinn hefði tekið stórt og hugrakkt skref með því að koma út úr skápnum. Allir innan Formúlu 1 vissu þó að Schumacher væri samkynhneigður. „Hann hefur klárlega ekki átt auðvelt með að segja frá þessu í fortíðinni. Þetta er ekki nýtt af nálinni,“ sagði Hamilton fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „En þetta sýnir að við erum loksins komin á þann stað að geta tekið skref sem þetta óttalaust. Hingað til hefur hann bara fengið jákvæð viðbrögð frá fólki í Formúlu 1 og vonandi getur hann sagt að það sé vegna tímanna sem við lifum á núna og breytinganna sem hafa átt sér stað.“ Enn mikið verk óunnið Hamilton segir þó að Formúla 1 eigi enn talsvert í land þegar kemur að málum annarra en gagnkynhneigðra karla. „Það er eitt að segja að við tökum öllum með opnum örmum og annað að sjá til þess að fólki líði vel í aðstæðum,“ sagði Hamilton. „Þetta er karlasport og við vitum ekki betur en að hann sé einn af þeim fyrstu til að koma fram svona opinberlega. Við tökum öllum opnum örmum innan liðsins en íþróttin þarf að gera meira til að fólki líði vel, til að konum finnist þær vera velkomnar því við vitum að það hefur ekki alltaf verið komið vel fram við þær á þessum vettvangi. Við getum klárlega gert betur.“ Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, er í 8. sæti í keppni ökuþóra á þessu tímabili í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira