Auðveld ákvörðun fyrst konan var klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 08:00 Ægir Jarl er fluttur til Köben. Vísir/Bjarni Ægir Jarl Jónasson hefur yfirgefið KR og er fluttur búferlum til Kaupmannahafnar þar sem hann bætist við Íslendinganýlendu þar í borg. Hann hefur lengi dreymt um að spila fótbolta erlendis. „Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Danski boltinn KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
„Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Danski boltinn KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira