Eflum Mjódd sem miðstöð almenningssamgangna fyrir landið allt Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2024 08:01 Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun