Tanja og Ryan byrjuðu saman í byrjun árs 2022 og hafa komið sér vel fyrir í úthverfi Manchester.
„Hann er í hernum úti og þegar að við kynnumst er hann í þriggja vikna fríi. Þannig að við vorum alltaf saman í þrjár vikur, fórum á ýmis stefnumót, í tívolígarð og alls konar,“ sagði Tanja Ýr í viðtali við Dóru Júlíu í Einkalífinu í október 2023, um fyrstu kynni hennar og Ryan:
„Ég sé þennan hávaxna strák. Ég er bara Oh my god hvað hann er sætur, en ég vissi samt ekki hvernig ég átti að nálgast hann. Þannig að ég kem upp á honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa. Og ég man að hann horfði geðveikt skringilega á mig en þá var það af því hann skildi ekkert hvað ég var að segja. Enskan mín er mjög hræðileg.
Þannig að ég þurfti að segja þetta nokkrum sinnum þangað til að hann loksins skildi hvað ég var að segja, sneri mér í nokkra hringi og eftir það vorum við saman,“ sagði Tanja.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Tanja Ýr er ein af upprunalegu áhrifavöldum landsins en hún var fljót að uppgötva tækifærin sem fylgdu samfélagsmiðlum. Hún flutti til Bretlands í byrjun árs 2022 til að koma vörumerki sínu Glamista Hair betur fyrir á alþjóðlegum markaði.