Tímabært að stokka spilin og gefa upp á nýtt Maarten Haijer skrifar 24. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn sunnudag sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis Íslands, Íslenskra getrauna, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni að Evrópulönd hefðu verið að loka því sem hann kallaði „ólöglegar“ fjárhættuspilasíðum á netinu, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, og gaf í skyn að aðeins einokunarfyrirtæki hefðu starfsleyfi. Það er rangt. Staðreyndin er sú að í 27 af 31 Evrópuríki hefur á undanförnum árum umgjörð fjárhættuspila á netinu verið styrkt með því að marka þessari starfsemi lög og reglur þar sem einkafyrirtæki fá starfsleyfi ef þau uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir. Núgildandi einokunarkerfi Íslands er ekki aðeins á skjön við stýringu málaflokksins í nánast öllum öðrum Evrópulöndum heldur einnig í andstöðu við hvernig Íslendingar sjálfir, sem hafa á áhuga á getraunum og öðrum fjárhættuspilum, kjósa að haga viðskiptum sínum. Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin. Sú leit leiðir þá stundum á óöruggar vefsíður sem eru reknar af vafasömum fyrirtækjum. Bætt öryggi neytenda Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda eins og er ávallt í forgangi meðal aðildarfélaga í viðskiptasamtökum okkar, The European Gaming and Betting Association (EGBA), sem saman hafa leyfi til að veita þjónustu í yfir tuttugu Evrópulöndum. Leyfiskerfi gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að hafa betri stjórn á spilamarkaði sínum með því að skylda leyfishafa til að fylgja staðbundnu regluverki. Vafasamar vefsíður munu eiga erfiðara um vik að ná til sín viðskiptavinum og neytendavernd verða betri. Þá liggur fyrir að leyfiskerfi mun afla íslenska ríkinu meiri skatttekna af eftirlitsskyldum fjárhættuspilasíðum, og því fjárhagslegi ávinningurinn ótvíræður. Horfum til Danmerkur og Svíþjóðar Á undanförnum fimmtán árum hefur verið í áföngum komið á vel ígrunduðu og neytendamiðuðu regluverki í Danmörku og Svíþjóð. Reynslan frá báðum löndum sýnir að það hafði jákvæð áhrif á markaðinn að hætta einokun og taka upp leyfiskerfi og varð ekki til að auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. Fyrirtækin sem höfðu áður einkaleyfi í þessum löndum hafa líka dafnað vel, sem sýnir sjálfsagt best hversu jákvæð áhrif samkeppni hefur á þessu sviði rétt eins og öðrum. Ísland getur náð sambærilegum árangri og Svíþjóð og Danmörk en það þarf pólitískan vilja og hugrekki til að breyta um stefnu. Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi. Innleiðing leyfiskerfis er ekki án áskoranna eins og reynslan frá öðrum Evrópulöndum sýnir. Það mun krefjast vandaðrar vinnu sem metur neytenda-, reglugerðar- og efnahagslegan ávinning af innleiðingu nýs kerfis. Þessar áskoranir eru óumflýjanlegar en nánast öllum Evrópulöndum hefur tekist að leysa þær farsællega. Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu. Höfundur er Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association (EGBA) í Brussel. Betsson, Bet365, Entain, Evoke, Flutter, og Kindred eru meðal fyrirtækja í samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis Íslands, Íslenskra getrauna, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni að Evrópulönd hefðu verið að loka því sem hann kallaði „ólöglegar“ fjárhættuspilasíðum á netinu, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, og gaf í skyn að aðeins einokunarfyrirtæki hefðu starfsleyfi. Það er rangt. Staðreyndin er sú að í 27 af 31 Evrópuríki hefur á undanförnum árum umgjörð fjárhættuspila á netinu verið styrkt með því að marka þessari starfsemi lög og reglur þar sem einkafyrirtæki fá starfsleyfi ef þau uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir. Núgildandi einokunarkerfi Íslands er ekki aðeins á skjön við stýringu málaflokksins í nánast öllum öðrum Evrópulöndum heldur einnig í andstöðu við hvernig Íslendingar sjálfir, sem hafa á áhuga á getraunum og öðrum fjárhættuspilum, kjósa að haga viðskiptum sínum. Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin. Sú leit leiðir þá stundum á óöruggar vefsíður sem eru reknar af vafasömum fyrirtækjum. Bætt öryggi neytenda Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda eins og er ávallt í forgangi meðal aðildarfélaga í viðskiptasamtökum okkar, The European Gaming and Betting Association (EGBA), sem saman hafa leyfi til að veita þjónustu í yfir tuttugu Evrópulöndum. Leyfiskerfi gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að hafa betri stjórn á spilamarkaði sínum með því að skylda leyfishafa til að fylgja staðbundnu regluverki. Vafasamar vefsíður munu eiga erfiðara um vik að ná til sín viðskiptavinum og neytendavernd verða betri. Þá liggur fyrir að leyfiskerfi mun afla íslenska ríkinu meiri skatttekna af eftirlitsskyldum fjárhættuspilasíðum, og því fjárhagslegi ávinningurinn ótvíræður. Horfum til Danmerkur og Svíþjóðar Á undanförnum fimmtán árum hefur verið í áföngum komið á vel ígrunduðu og neytendamiðuðu regluverki í Danmörku og Svíþjóð. Reynslan frá báðum löndum sýnir að það hafði jákvæð áhrif á markaðinn að hætta einokun og taka upp leyfiskerfi og varð ekki til að auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. Fyrirtækin sem höfðu áður einkaleyfi í þessum löndum hafa líka dafnað vel, sem sýnir sjálfsagt best hversu jákvæð áhrif samkeppni hefur á þessu sviði rétt eins og öðrum. Ísland getur náð sambærilegum árangri og Svíþjóð og Danmörk en það þarf pólitískan vilja og hugrekki til að breyta um stefnu. Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi. Innleiðing leyfiskerfis er ekki án áskoranna eins og reynslan frá öðrum Evrópulöndum sýnir. Það mun krefjast vandaðrar vinnu sem metur neytenda-, reglugerðar- og efnahagslegan ávinning af innleiðingu nýs kerfis. Þessar áskoranir eru óumflýjanlegar en nánast öllum Evrópulöndum hefur tekist að leysa þær farsællega. Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu. Höfundur er Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association (EGBA) í Brussel. Betsson, Bet365, Entain, Evoke, Flutter, og Kindred eru meðal fyrirtækja í samtökunum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun