Evrópuveisla á Stöð 2 Sport í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 09:42 Danijel Djuric í leik Víkings Reykjavíkur gegn Shamrock Rovers hér heima á dögunum Vísir/Pawel Óhætt er að segja að framundan sé spennandi Evrópukvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eldlínunni í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Kjartan Atli Kjartansson og Albert Brynjar Ingason verða á hliðarlínunni á Hlíðarenda á leik Vals og St.Mirren frá Skotlandi, sem verður sýndur á Stöð 2 Sport þar sem að eftir leiki kvöldsins verður farið yfir öll mörkin úr leikjunum fjórum, sem fara fram í Sambandsdeild Evrópu hér á landi í kvöld, og þeir leikir gerðir upp. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara N1-völlurinn: Valur – St. Mirren | Stöð 2 Sport klukkan 18:45 Valsmenn tryggðu sér sæti í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 6-2 sigri í einvígi sínu gegn albanska liðinu Vllaznia á dögunum. Einvígi sem skapaði margar fyrirsagnir eftir ólæti albanskra stuðningsmanna á N1-vellinum í fyrri leik liðanna sem lauk með 2-2 jafntefli. Valsmenn þrýstu fætinum hins vegar fast niður á bensíngjöfina í seinni leiknum í Albaníu og hreinlega völtuðu yfir lið Vllaznia með 4-0 sigri fyrir viku síðan. Er það síðast leikur liðsins fyrir leik kvöldsins. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia hér heima á dögunum.Vísir / Anton Brink Skoska liðið St.Mirren er á yfirstandandi tímabili að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan tímabilið 1987/88. Liðið tryggði sér þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar með því að enda í 5.sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Tímabilið í Skotlandi er ekki hafið. St.Mirren hefur því undirbúið sig fyrir leik kvöldsins með æfingarleikjum. Nú síðast gegn enska D-deildar liðinu Carlisle United, leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Víkingsvöllur: Víkingur R. – Egnatia | Stöð 2 Sport 5 klukkan 18:45 Á Víkingsvelli í Fossvoginum taka ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur á móti albanska liðinu KF Egnatia. Um er að ræða fyrsta leik Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. Liðið tók fyrst þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en laut þar í lægra haldi gegn írska liðinu Shamrock Rovers og færðist því niður í Sambandsdeildina. Pablo Punyed í skallaeinvígi gegn leikmanni Shamrock Rovers.Vísir/Getty Lið KF Egnatia er ríkjandi meistari í Albaníu og féll, líkt og Víkingar, úr fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar laut liðið í lægra haldi FK Borac Banja Luka frá Bosníu í einvígi sem réðst á vítaspyrnukeppni. Sjá einnig: „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ Samsungvöllur: Stjarnan – Paide | Stöð 2 Besta deildin klukkan 19:00 Lærisveinar Jökuls I. Elísabetarsonar lögðu norður-írska liðið Linfield að velli í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 4-3 sigri. Í 2.umferð undankeppninnar tekur við einvígi gegn eistneska liðinu Paide Linnameeskond. Stjarnan vann 2-0 sigur á Fylki hér heima í aðdraganda leiks kvöldsins. Stjarnan - Linfield Sambandsdeild karla Sumar 2024 Lið Paide er sem stendur í 4.sæti í eistnesku úrvalsdeildinni og sautján stigum frá toppliði Levadia Tallinn þegar að bæði lið hafa leikið tuttugu og einn leik. Levadia og Flora Tallinn eru jafnan talin sterkustu lið Eistlands og hafa þau jafnan ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við íslensk lið. Paide lagði Bala Town frá Wales að velli í einvígi liðanna í fyrstu umferð. Einvígi sem réðst í framlengingu í seinni leik liðanna. Sjá einnig: Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Kópavogsvöllur: Breiðablik – Drita | Stöð 2 Besta deildin 2 klukkan 19:15 Breiðablik reynir að endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili og tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikarnir lögðu norður-makedónska liðið Tikves að velli í fyrstu umferð undankeppninnar með samanlögðum 5-4 sigri í einvígi liðanna á dögunum og koma þeir fullir sjálfstrausts inn í leik kvöldsins eftir 4-2 öruggan sigur á KR í Bestu deildinni milli Evrópuverkefna. Viktor Karl, leikmaður Breiðabliks á harðaspretti í leik gegn Tikves á dögunumVísir/HAG Andstæðingur þeirra í 2.umferð er lið FC Drita frá Kósovó sem er að hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta árið með leiknum á Kópavogsvelli í kvöld. FC Drita endaði í 3.sæti efstu deildar Kósovó á síðasta tímabili, sem að lauk í júní síðastliðnum ytra. Sjá einnig: „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Við minnum svo á að eftir leiki íslensku liðanna í kvöld verður farið yfir öll mörkin úr leikjum þeirra og þeir leikir gerðir upp í beinni útsendingu frá N1-vellinum á Hlíðarenda á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Sportið í dag Valur Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“ Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 19. júlí 2024 11:22 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og Albert Brynjar Ingason verða á hliðarlínunni á Hlíðarenda á leik Vals og St.Mirren frá Skotlandi, sem verður sýndur á Stöð 2 Sport þar sem að eftir leiki kvöldsins verður farið yfir öll mörkin úr leikjunum fjórum, sem fara fram í Sambandsdeild Evrópu hér á landi í kvöld, og þeir leikir gerðir upp. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara N1-völlurinn: Valur – St. Mirren | Stöð 2 Sport klukkan 18:45 Valsmenn tryggðu sér sæti í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 6-2 sigri í einvígi sínu gegn albanska liðinu Vllaznia á dögunum. Einvígi sem skapaði margar fyrirsagnir eftir ólæti albanskra stuðningsmanna á N1-vellinum í fyrri leik liðanna sem lauk með 2-2 jafntefli. Valsmenn þrýstu fætinum hins vegar fast niður á bensíngjöfina í seinni leiknum í Albaníu og hreinlega völtuðu yfir lið Vllaznia með 4-0 sigri fyrir viku síðan. Er það síðast leikur liðsins fyrir leik kvöldsins. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia hér heima á dögunum.Vísir / Anton Brink Skoska liðið St.Mirren er á yfirstandandi tímabili að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan tímabilið 1987/88. Liðið tryggði sér þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar með því að enda í 5.sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Tímabilið í Skotlandi er ekki hafið. St.Mirren hefur því undirbúið sig fyrir leik kvöldsins með æfingarleikjum. Nú síðast gegn enska D-deildar liðinu Carlisle United, leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Víkingsvöllur: Víkingur R. – Egnatia | Stöð 2 Sport 5 klukkan 18:45 Á Víkingsvelli í Fossvoginum taka ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur á móti albanska liðinu KF Egnatia. Um er að ræða fyrsta leik Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. Liðið tók fyrst þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en laut þar í lægra haldi gegn írska liðinu Shamrock Rovers og færðist því niður í Sambandsdeildina. Pablo Punyed í skallaeinvígi gegn leikmanni Shamrock Rovers.Vísir/Getty Lið KF Egnatia er ríkjandi meistari í Albaníu og féll, líkt og Víkingar, úr fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar laut liðið í lægra haldi FK Borac Banja Luka frá Bosníu í einvígi sem réðst á vítaspyrnukeppni. Sjá einnig: „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ Samsungvöllur: Stjarnan – Paide | Stöð 2 Besta deildin klukkan 19:00 Lærisveinar Jökuls I. Elísabetarsonar lögðu norður-írska liðið Linfield að velli í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 4-3 sigri. Í 2.umferð undankeppninnar tekur við einvígi gegn eistneska liðinu Paide Linnameeskond. Stjarnan vann 2-0 sigur á Fylki hér heima í aðdraganda leiks kvöldsins. Stjarnan - Linfield Sambandsdeild karla Sumar 2024 Lið Paide er sem stendur í 4.sæti í eistnesku úrvalsdeildinni og sautján stigum frá toppliði Levadia Tallinn þegar að bæði lið hafa leikið tuttugu og einn leik. Levadia og Flora Tallinn eru jafnan talin sterkustu lið Eistlands og hafa þau jafnan ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við íslensk lið. Paide lagði Bala Town frá Wales að velli í einvígi liðanna í fyrstu umferð. Einvígi sem réðst í framlengingu í seinni leik liðanna. Sjá einnig: Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Kópavogsvöllur: Breiðablik – Drita | Stöð 2 Besta deildin 2 klukkan 19:15 Breiðablik reynir að endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili og tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikarnir lögðu norður-makedónska liðið Tikves að velli í fyrstu umferð undankeppninnar með samanlögðum 5-4 sigri í einvígi liðanna á dögunum og koma þeir fullir sjálfstrausts inn í leik kvöldsins eftir 4-2 öruggan sigur á KR í Bestu deildinni milli Evrópuverkefna. Viktor Karl, leikmaður Breiðabliks á harðaspretti í leik gegn Tikves á dögunumVísir/HAG Andstæðingur þeirra í 2.umferð er lið FC Drita frá Kósovó sem er að hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta árið með leiknum á Kópavogsvelli í kvöld. FC Drita endaði í 3.sæti efstu deildar Kósovó á síðasta tímabili, sem að lauk í júní síðastliðnum ytra. Sjá einnig: „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Við minnum svo á að eftir leiki íslensku liðanna í kvöld verður farið yfir öll mörkin úr leikjum þeirra og þeir leikir gerðir upp í beinni útsendingu frá N1-vellinum á Hlíðarenda á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Sportið í dag Valur Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“ Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 19. júlí 2024 11:22 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“ Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 19. júlí 2024 11:22
Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30