Anton Sveinn hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir lokasundið á ÓL: „Guðirnir öfunda okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2024 21:09 Anton Sveinn McKee hélt innblásna ræðu eftir að hafa synt í síðasta sinn á Ólympíuleikum. getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir að hafa synt í undanúrslitum í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“ Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira