Anton Sveinn hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir lokasundið á ÓL: „Guðirnir öfunda okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2024 21:09 Anton Sveinn McKee hélt innblásna ræðu eftir að hafa synt í síðasta sinn á Ólympíuleikum. getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee hélt tilfinningaþrungna ræðu eftir að hafa synt í undanúrslitum í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París. Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“ Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Anton endaði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum á 2:10,42 mínútum. Hann varð í 15. sæti í heildina. Eftir sundið tók Einar Örn Jónsson viðtal við Anton á RÚV. Þar staðfesti Anton að Ólympíuferli hans væri lokið og það væri væntanlega lítið eftir af sundferlinum. Hann kvaðst stoltur af sjálfum sér og þeim árangri sem hann hefur náð á löngum og farsælum ferli. Skömmu eftir að viðtalinu lauk var skipt aftur út til Parísar þar sem Anton vildi koma nokkrum orðum frá sér. Og við tók afar tilfinningaþrungin ræða og varla var þurrt auga í myndverinu eftir hana. Manneskjan sem þú verður á leiðinni „Þetta er ekki alveg ræða sem er beint tilbúin en ég ætla að láta það flæða sem stendur mér efst í huga,“ sagði Anton. „Þetta er það sem ég var að segja við Einar áðan, það að fara í einhverja vegferð, elta einhverja drauma sem kunna að hljóma stjarnfræðilegir þegar þeir eru sagðir og þú veist aldrei hvort það muni takast. Það er ekki hvort þú uppfyllir þá eða náir þeim sem skiptir öllu máli, það er manneskjan sem þú verður á leiðinni þangað. Það eru hæðirnar sem þú munt finna fyrir, það eru djúpu dalirnir sem virðast svo djúpir að þú kemst aldrei upp úr þeim.“ Eltið draumana, sama hverjir þeir eru Anton hélt áfram og sendi öllum sem á horfðu mikilvæg skilaboð. „Bara hvatningarorð til ykkar allra. Eltið ykkar drauma, sama hverjir þeir eru. Hvort markmiðið náist eða ekki, það skiptir ekki öllu,“ sagði Anton. „Ég man ekki hvaða gríski heimsspekingur sagði að guðirnir öfunda okkur því við erum dauðleg. Við vitum ekki hvað mun gerast. Við höfum bara takmarkaðan tíma og hvernig við nýtum hann til að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er í raun það sem þetta snýst allt um. Ef þetta væri allt ljóst fyrirfram, ef ég hefði vitað að ég myndi komast í úrslit á Ólympíuleikunum eða vinna þá væri þetta ekki jafn sætt að reyna að komast þangað. Stökkvið út í djúpu laugina. Áfram Ísland!“
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira