Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Leitin hefur ekki borið árangur. Við erum að leita með öllum tiltækum ráðum og mannskap,“ segir Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Björgunarbátur hefur þegar verið ræstur út og leitar að Helga af sjó. Dalurinn og svæði í kringum Hamar vestanmegin á Heimaey hafa verið þaulkembd en ekkert sést til Helga.