Leysum innviðakrísuna - losum okkur við ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. ágúst 2024 17:01 Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun