„Þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir“ Kári Mímisson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn KA nú í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli sem Rúnar segir að séu vonbrigði miðað við hvernig leikurinn spilaðist. „Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira