Færeyingar góð fyrirmynd! Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 13. ágúst 2024 19:32 Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Samgöngur Byggðamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun