Ekki henda! Eyjólfur Pálsson skrifar 15. ágúst 2024 16:31 Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun