Frönsku landsliðsmennirnir tryggðu PSG sigur í fyrsta leiknum án Mbappe Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:47 Leikmenn PSG fagna marki í leiknum í kvöld. Vísir/EPA PSG lék í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku deildinni síðan Kylian Mbappe hvarf á braut til Real Madrid. Þá var stórlið Bayern Munchen í eldlínunni í þýska bikarnum. Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð. Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira
Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð.
Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira