Frönsku landsliðsmennirnir tryggðu PSG sigur í fyrsta leiknum án Mbappe Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:47 Leikmenn PSG fagna marki í leiknum í kvöld. Vísir/EPA PSG lék í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku deildinni síðan Kylian Mbappe hvarf á braut til Real Madrid. Þá var stórlið Bayern Munchen í eldlínunni í þýska bikarnum. Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð. Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Sjá meira
Félagaskipti Kylian Mbappe frá PSG til Real Madrid höfðu legið lengi í loftinu en voru engu að síður stærsta fréttin á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í kvöld spilaði PSG fyrsta leik sinn í frönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið mætti liði Le Havre á útivelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir Mbappe-lausa PSG. Kóreumaðurinn Lee Kang-In kom gestunum yfir strax á 2. mínútu og frönsku meistararnir voru með 1-0 forystu í leikhléi. 16-year-old Ibrahim Mbaye starts for PSG in their season opener 😲He was born in 2008 🤯 pic.twitter.com/GdDbOOll18— ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2024 Heimamenn í Le Havre jöfnuðu metin hins vegar strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það reyndu leikmenn PSG allt hvað þeir gátu að ná forystunni á ný. Það tókst heldur betur undir lokin. Ousmane Dembele kom PSG í 2-1 á 86. mínútu og annar franskur landsliðsmaður, Bradley Barcola, kom PSG í 3-1 mínútu síðar. Þriðji landsliðsmaðurinn, Randal Kolo Muani, innsiglaði síðan 4-1 sigur PSG í uppbótartíma. Góður sigur PSG staðreynd sem ætlar sér eflaust að sanna fyrir knattspyrnuáhugamönnum að liðið er hörkugott þó Mbappe sé farinn. Í Þýskalandi tók þriðjudeildarlið Ulm á móti stórliði Bayern Munchen í þýska bikarnum. Gamla brýnið Thomas Muller skoraði tvívegis fyrir lið Bayern í fyrri hálfleik sem nú er undir stjórn Vincent Kompany sem tók við liðinu í sumar. Staðan í hálfleik 2-0 og í síðari hálfleik bættu Bæjarar við tveimur mörkum. Fyrst var það Kingsley Coman en hann hefur verið orðaður við brottför frá Bayern. Harry Kane bætti fjórða markinu síðan við í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Bayern örugglega áfram í næstu umferð.
Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Sjá meira