Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 10:26 Varað er við vindi milli Skaftafells og Djúpavogs. vísir/vilhelm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir. Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir.
Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06