Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. ágúst 2024 18:28 Frá Norðfirði í dag. Vísir/Hjalti Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira