Ég skil ekki Ævar Þór Benediktsson skrifar 26. ágúst 2024 08:00 Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar