Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð Ingólfur Gíslason skrifar 27. ágúst 2024 07:32 Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstóllinn, birti í júlí álit sitt á hernámi og viðveru Ísraelsríkis á þeim svæðum í Palestínu sem ríkið tók hernámi árið 1967. Málið var lagt fyrir dómstólinn áður en útrýmingarherferð Ísraels á Gaza hófst síðastliðið haust, en er ekki fyrsta álitið sem hann gefur um hernám Ísraels. Fyrir 20 árum úrskurðaði hann að aðskilnaðarmúrarnir sem Ísraelsríki hefur reist á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum væru ólögmætir og ætti að fjarlægja. Ísraelsríki hefur ekki farið eftir þeirri skipun frekar en óteljandi samþykktum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eða Öryggisráðsins sem ítreka rétt Palestínufólks til frelsis, sjálfsákvörðunar og að snúa aftur til síns heima. Hvað sagði Alþjóðadómstóllinn? Hægt er að skipta áliti dómstólsins í tvo hluta, annars vegar um það sem Ísraelsríki er skylt að gera og hins vegar um það sem öðrum ríkjum er skylt að gera. Dómstóllinn segir að viðvera Ísraelsríkis á hernumdum palestínskum svæðum sé ólögmæt og Ísraelsríki skylt að binda enda á ólögmæta viðveru sína á hernumdu palestínsku svæðunum hið snarasta, hætta öllu landráni og að flytja allt landtökufólk burt, auk þess að borga skaðabætur fyrir þann skaða sem það hefur verið valdið öllum þeim aðilum sem eiga í hlut á hernumdu palestínsku svæðunum. Dómstóllinn segir líka að öllum ríkjum og alþjóðlegum stofnunum sé skylt að viðurkenna ekki ástandið sem stafar af ólögmætri viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum sem lögmætt ástand og að veita ekki aðstoð eða stuðning við að viðhalda ástandinu, auk þess sem þeim ber að finna leiðir til að binda enda á ólögmæta viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum, eins fljótt og auðið er. Í rökstuðningi dómstólsins kemur einnig fram að Ísraelsríki reki aðskilnaðarstefnu og mismuni Palestínufólki með ýmsum hætti. Hvað ber að gera? Samkvæmt áliti Alþjóðadómstólsins mega ríki ekki gera neitt það sem stuðlar að því að viðhalda ástandinu sem hefur skapast af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Þar með má íslenska ríkið til dæmis ekki eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa starfsemi á hernumdu svæðunum eða fyrirtæki sem styðja viðveru Ísraelsríkis á þeim. Það má einnig sjá rök fyrir því að öll viðskipti og vinsamleg samskipti við Ísraelsríki sjálft og fyrirtæki innan þess séu nú ólögleg samkvæmt alþjóðalögum því að slík viðskipti og samskipti eru augljóslega til þess fallin að viðhalda ástandinu sem skapast hefur af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Hernámið og hið ólögmæta ástand eru svo sannarlega stefna ríkisins, sem hefur stórfelldan efnislegan ávinning af því, vegna þess að það rænir náttúruauðlindum og nýtir land undir íbúabyggð án endurgjalds til eigenda þess. Af þessu má draga þá ályktun að okkur öllum beri að þrýsta á okkar eigin íslensku stjórnvöld að fara eftir þessu áliti Alþjóðadómstólsins og hætta öllum samskiptum og viðskiptum við hernámsríkið Ísrael sem hefur brotið alþjóðalög samfellt í 57 ár. En við getum gert meira. Við getum sjálf reynt að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki. Á meðan lögum hefur ekki verið breytt til að stöðva allan stuðning við hernámsveldið getum við hætt viðskiptum við fyrirtæki sem versla við það eða eru í eigu aðila þar. Flest vitum við að fjármálafyrirtækið Rapyd er eitt slíkt fyrirtæki, og sum vita af fleiri fyrirtækjum, svo sem Sódastream og Morrocan Oil. Auk þess eru ennþá fyrirtæki sem flytja inn ávexti frá Ísrael og búðir sem selja þá. Fyrir okkur sem viljum helst forðast að veita alþjóðalögbrjótum stuðning er sjálfsagt að sniðganga slíkar vörur eftir því sem við getum og reyndar er óskiljanlegt að verslanir vilji vera þekktar fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Þá er hörmulegt að vita til þess að ísraelska fyrirtækið Teva sé eini framleiðandi margra lyfja hér á landi sem gerir mörgum ómögulegt að hætta viðskiptum við það. Því þarf að breyta. Sniðganga bætir, hressir og kætir Vont er að lifa í andstöðu við gildin sín. Mun betra er fyrir geðið að breyta í samræmi við gildin. Spekingar hafa auðvitað bent á frá örófi alda að stundum verður mönnum á og líklegast þekkjum við það flest úr eigin lífi og vitum að því fylgir oft samviskubit og eftirsjá. Í þessu máli ættum við þó að geta gert það rétta: að heyra og virða ákall Palestínufólks um sniðgöngu á vörum og þjónustu frá Ísraelsríki. Sniðgönguhreyfingin (BDS) setur fram markmið sniðgöngunnar og þau eru nánast samhljóða tilskipun Alþjóðadómstólsins! Kröfurnar gætu því ekki verið hóflegri. Þær eru einfaldlega að Ísraelsríki fari að alþjóðalögum. Nánar tiltekið: Að það endi hernámið og landránið, og fjarlægi aðskilnaðarmúrinn; að Palestínufólk sem er ríkisborgarar í Ísrael fái full borgaraleg réttindi; að það viðurkenni rétt Palestínufólks til að snúa heim til sín. Það sem einfaldar okkur hvað mest að sýna samstöðu og stuðning við að alþjóðalögum verði fylgt er að til er heimasíða, https://snidganga.is/, þar sem við getum séð hvaða fyrirtæki mælst er til þess að við sniðgöngum. Á heimasíðunni er líka útskýrt hvers vegna hreyfingin mælist til þess að við einbeitum okkur að fáum útvöldum fyrirtækjum frekar en að reyna að sniðganga alla framleiðendur sem hafa tengsl við Ísrael. Þannig verður sniðgangan enginn höfuðverkur heldur eingöngu til að létta lundina, bæta geðið og verja samviskuna fyrir því að við séum samsek með alvarlegum brotum á alþjóðalögum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstóllinn, birti í júlí álit sitt á hernámi og viðveru Ísraelsríkis á þeim svæðum í Palestínu sem ríkið tók hernámi árið 1967. Málið var lagt fyrir dómstólinn áður en útrýmingarherferð Ísraels á Gaza hófst síðastliðið haust, en er ekki fyrsta álitið sem hann gefur um hernám Ísraels. Fyrir 20 árum úrskurðaði hann að aðskilnaðarmúrarnir sem Ísraelsríki hefur reist á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum væru ólögmætir og ætti að fjarlægja. Ísraelsríki hefur ekki farið eftir þeirri skipun frekar en óteljandi samþykktum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eða Öryggisráðsins sem ítreka rétt Palestínufólks til frelsis, sjálfsákvörðunar og að snúa aftur til síns heima. Hvað sagði Alþjóðadómstóllinn? Hægt er að skipta áliti dómstólsins í tvo hluta, annars vegar um það sem Ísraelsríki er skylt að gera og hins vegar um það sem öðrum ríkjum er skylt að gera. Dómstóllinn segir að viðvera Ísraelsríkis á hernumdum palestínskum svæðum sé ólögmæt og Ísraelsríki skylt að binda enda á ólögmæta viðveru sína á hernumdu palestínsku svæðunum hið snarasta, hætta öllu landráni og að flytja allt landtökufólk burt, auk þess að borga skaðabætur fyrir þann skaða sem það hefur verið valdið öllum þeim aðilum sem eiga í hlut á hernumdu palestínsku svæðunum. Dómstóllinn segir líka að öllum ríkjum og alþjóðlegum stofnunum sé skylt að viðurkenna ekki ástandið sem stafar af ólögmætri viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum sem lögmætt ástand og að veita ekki aðstoð eða stuðning við að viðhalda ástandinu, auk þess sem þeim ber að finna leiðir til að binda enda á ólögmæta viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum, eins fljótt og auðið er. Í rökstuðningi dómstólsins kemur einnig fram að Ísraelsríki reki aðskilnaðarstefnu og mismuni Palestínufólki með ýmsum hætti. Hvað ber að gera? Samkvæmt áliti Alþjóðadómstólsins mega ríki ekki gera neitt það sem stuðlar að því að viðhalda ástandinu sem hefur skapast af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Þar með má íslenska ríkið til dæmis ekki eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa starfsemi á hernumdu svæðunum eða fyrirtæki sem styðja viðveru Ísraelsríkis á þeim. Það má einnig sjá rök fyrir því að öll viðskipti og vinsamleg samskipti við Ísraelsríki sjálft og fyrirtæki innan þess séu nú ólögleg samkvæmt alþjóðalögum því að slík viðskipti og samskipti eru augljóslega til þess fallin að viðhalda ástandinu sem skapast hefur af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Hernámið og hið ólögmæta ástand eru svo sannarlega stefna ríkisins, sem hefur stórfelldan efnislegan ávinning af því, vegna þess að það rænir náttúruauðlindum og nýtir land undir íbúabyggð án endurgjalds til eigenda þess. Af þessu má draga þá ályktun að okkur öllum beri að þrýsta á okkar eigin íslensku stjórnvöld að fara eftir þessu áliti Alþjóðadómstólsins og hætta öllum samskiptum og viðskiptum við hernámsríkið Ísrael sem hefur brotið alþjóðalög samfellt í 57 ár. En við getum gert meira. Við getum sjálf reynt að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki. Á meðan lögum hefur ekki verið breytt til að stöðva allan stuðning við hernámsveldið getum við hætt viðskiptum við fyrirtæki sem versla við það eða eru í eigu aðila þar. Flest vitum við að fjármálafyrirtækið Rapyd er eitt slíkt fyrirtæki, og sum vita af fleiri fyrirtækjum, svo sem Sódastream og Morrocan Oil. Auk þess eru ennþá fyrirtæki sem flytja inn ávexti frá Ísrael og búðir sem selja þá. Fyrir okkur sem viljum helst forðast að veita alþjóðalögbrjótum stuðning er sjálfsagt að sniðganga slíkar vörur eftir því sem við getum og reyndar er óskiljanlegt að verslanir vilji vera þekktar fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Þá er hörmulegt að vita til þess að ísraelska fyrirtækið Teva sé eini framleiðandi margra lyfja hér á landi sem gerir mörgum ómögulegt að hætta viðskiptum við það. Því þarf að breyta. Sniðganga bætir, hressir og kætir Vont er að lifa í andstöðu við gildin sín. Mun betra er fyrir geðið að breyta í samræmi við gildin. Spekingar hafa auðvitað bent á frá örófi alda að stundum verður mönnum á og líklegast þekkjum við það flest úr eigin lífi og vitum að því fylgir oft samviskubit og eftirsjá. Í þessu máli ættum við þó að geta gert það rétta: að heyra og virða ákall Palestínufólks um sniðgöngu á vörum og þjónustu frá Ísraelsríki. Sniðgönguhreyfingin (BDS) setur fram markmið sniðgöngunnar og þau eru nánast samhljóða tilskipun Alþjóðadómstólsins! Kröfurnar gætu því ekki verið hóflegri. Þær eru einfaldlega að Ísraelsríki fari að alþjóðalögum. Nánar tiltekið: Að það endi hernámið og landránið, og fjarlægi aðskilnaðarmúrinn; að Palestínufólk sem er ríkisborgarar í Ísrael fái full borgaraleg réttindi; að það viðurkenni rétt Palestínufólks til að snúa heim til sín. Það sem einfaldar okkur hvað mest að sýna samstöðu og stuðning við að alþjóðalögum verði fylgt er að til er heimasíða, https://snidganga.is/, þar sem við getum séð hvaða fyrirtæki mælst er til þess að við sniðgöngum. Á heimasíðunni er líka útskýrt hvers vegna hreyfingin mælist til þess að við einbeitum okkur að fáum útvöldum fyrirtækjum frekar en að reyna að sniðganga alla framleiðendur sem hafa tengsl við Ísrael. Þannig verður sniðgangan enginn höfuðverkur heldur eingöngu til að létta lundina, bæta geðið og verja samviskuna fyrir því að við séum samsek með alvarlegum brotum á alþjóðalögum!
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun