Hittu mjög viðkvæman stað á vítaskyttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 16:01 Raul Florucz fann vel fyrir þessu og klikkaði síðan á vítaspyrnunni þegar hann tók hana eftir langt hlé. Skjámynd Lið Olimpija Ljubljana og NK Maribor, erkifjendur slóvenska fótboltans, mættust um helgina og þar þurfti að gera hlé á leiknum vegna óláta áhorfenda. Maribor mun mæta sænska liðinu Djurgården í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn en á sama tíma spilar Víkingar seinni leik sinn við UE Santa Coloma frá Andorra í sömu keppni. Víkingar fengu frí um helgina en ekki leikmenn slóvenska liðsins. Fyrst á dagskrá hjá þeim var að klára deildarleik á sunnudaginn og það gekk ekki alveg eins í sögu. Dómari leiksins skipaði nefnilega leikmönnum liðanna að yfirgefa leikvanginn eftir að stuðningsmenn Maribor köstuðu hlut í leikmann gestanna eftir sautján mínútna leik. Raul Florucz var þá að fara að taka vítaspyrnu fyrir Olimpija. Hann fékk hlutinn í sig á mjög viðkvæman stað þar sem hann stóð á vítapunktinum. Dómarinn rak bæði liðin umsvifalaust af velli. Hálftíma hlé varð gert á leiknum en hann var svo kláraður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Raul Florucz tók á endanum vítaspyrnuna eftir þetta hlé en Azbe Jug varði frá honum. Florucz fór síðan af velli í hálfleik. Ziga Repas kom Maribor í 1-0 á 26. mínútu en Justas Lasickas jafnaði níu mínútum síðar. Maribor tapaði fyrri leiknum 1-0 út í Svíþjóð og á því enn góða möguleika á að snúa stöðunni við í þeim seinni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Florucz stóð varnarlaus á vítapunktinum með æsta stuðningsmenn Maribor fyrir framan sig í stúkunni. Horrible scenes in MariborOlimpija is awarded a penalty. Maribor fans throw a gas canister? at the taker FloruczThe game was immediately stopped.Currently 1-1 pic.twitter.com/mrsF5H5mTu— Slovenian football🇸🇮 (@sloveninho1) August 25, 2024 Slóvenía Fótbolti Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Maribor mun mæta sænska liðinu Djurgården í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn en á sama tíma spilar Víkingar seinni leik sinn við UE Santa Coloma frá Andorra í sömu keppni. Víkingar fengu frí um helgina en ekki leikmenn slóvenska liðsins. Fyrst á dagskrá hjá þeim var að klára deildarleik á sunnudaginn og það gekk ekki alveg eins í sögu. Dómari leiksins skipaði nefnilega leikmönnum liðanna að yfirgefa leikvanginn eftir að stuðningsmenn Maribor köstuðu hlut í leikmann gestanna eftir sautján mínútna leik. Raul Florucz var þá að fara að taka vítaspyrnu fyrir Olimpija. Hann fékk hlutinn í sig á mjög viðkvæman stað þar sem hann stóð á vítapunktinum. Dómarinn rak bæði liðin umsvifalaust af velli. Hálftíma hlé varð gert á leiknum en hann var svo kláraður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Raul Florucz tók á endanum vítaspyrnuna eftir þetta hlé en Azbe Jug varði frá honum. Florucz fór síðan af velli í hálfleik. Ziga Repas kom Maribor í 1-0 á 26. mínútu en Justas Lasickas jafnaði níu mínútum síðar. Maribor tapaði fyrri leiknum 1-0 út í Svíþjóð og á því enn góða möguleika á að snúa stöðunni við í þeim seinni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Florucz stóð varnarlaus á vítapunktinum með æsta stuðningsmenn Maribor fyrir framan sig í stúkunni. Horrible scenes in MariborOlimpija is awarded a penalty. Maribor fans throw a gas canister? at the taker FloruczThe game was immediately stopped.Currently 1-1 pic.twitter.com/mrsF5H5mTu— Slovenian football🇸🇮 (@sloveninho1) August 25, 2024
Slóvenía Fótbolti Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira