Hertha Berlín staðfestir komu Jóns Dags Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2024 10:47 Jón Dagur fagnar marki sínu gegn Englandi í júní. Richard Pelham/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir þýska félagsins Herthu Berlínar frá OH Leuven í Belgíu. Þetta staðfestir Hertha á heimasíðu félagsins. Hertha hefur verið á meðal stærri félaga Þýskalands en man fífil sinn fegurri. Liðið er sem stendur í B-deild Þýskalands. Jón Dagur mætti beint á sína fyrstu æfingu í morgun.Twitter/Hertha Jón Dagur skrifar undir þriggja ára samning við Herthu Berlín, út leiktíðina 2026 til 2027. Hann er annar Íslendingurinn til að semja við félagið en Eyjólfur Sverrisson var leikmaður Herthu við góðan orðstír frá 1995 til 2003. Þó nokkur félög sóttust eftir kröftum hins 25 ára gamla Jóns Dags í sumar en Hertha hreppti hnossið. Hann hefur leikið vel fyrir Leuven frá því að hann gekk í raðir belgíska liðsins frá AGF í Danmörku. Vegna óvissu um framtíð hans hefur hann minna spilað í upphafi leiktíðar. Fastlega má gera ráð fyrir að Jón Dagur verði í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Svartfjallaland og Tyrkland. Landsliðshópurinn verður kynntur á morgun, miðvikudag. Hann skoraði sigurmark Íslands í fræknum 1-0 sigri á Englandi á Wembley í júní og hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hertha Berlín endaði um miðja 2. deildina í fyrra en er með fjögur stig eftir þá þrjá deildarleiki sem liðið hefur spilað á yfirstandandi leiktíð. Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Sjá meira
Hertha hefur verið á meðal stærri félaga Þýskalands en man fífil sinn fegurri. Liðið er sem stendur í B-deild Þýskalands. Jón Dagur mætti beint á sína fyrstu æfingu í morgun.Twitter/Hertha Jón Dagur skrifar undir þriggja ára samning við Herthu Berlín, út leiktíðina 2026 til 2027. Hann er annar Íslendingurinn til að semja við félagið en Eyjólfur Sverrisson var leikmaður Herthu við góðan orðstír frá 1995 til 2003. Þó nokkur félög sóttust eftir kröftum hins 25 ára gamla Jóns Dags í sumar en Hertha hreppti hnossið. Hann hefur leikið vel fyrir Leuven frá því að hann gekk í raðir belgíska liðsins frá AGF í Danmörku. Vegna óvissu um framtíð hans hefur hann minna spilað í upphafi leiktíðar. Fastlega má gera ráð fyrir að Jón Dagur verði í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Svartfjallaland og Tyrkland. Landsliðshópurinn verður kynntur á morgun, miðvikudag. Hann skoraði sigurmark Íslands í fræknum 1-0 sigri á Englandi á Wembley í júní og hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hertha Berlín endaði um miðja 2. deildina í fyrra en er með fjögur stig eftir þá þrjá deildarleiki sem liðið hefur spilað á yfirstandandi leiktíð.
Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Sjá meira