Ein þjóð í einu landi Þorgrímur Sigmundsson skrifar 28. ágúst 2024 12:32 Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Miðflokkurinn Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun