Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fréttastofa hefur leitað upplýsinga um málið frá því í morgun. Þá var greint frá því að hnífi hafi verið beitt á bæjarhátiðinni en skipuleggjandi kannaðist ekki við málið þegar rætt var við hann í dag. Mbl.is greindi fyrst frá mögulegum ábendingum um hefndaraðgerðir.
„Í sjálfu sér höfum við litlar upplýsingar,“ segir Hjördís. „Lýsingin á geranda hefur ekki skilað neinu og við teljum þetta ekki tengjast neinu öðru, þetta virðist vera einstakt tilvik.“
Þolandi árásarinnar særðist ekki en föt hans skárust í árásinni.
Varðandi ábendingar um hefndaraðgerðir í Mosfellsbæ segir Hjördís:
„Þetta sneri að því að einhverjar hefndaraðgerðir ættu að eiga sér stað í Mosfellsbæ um laugardagskvöldið. Við bættum í viðbúnað og brugðumst við þessu. Vitum ekki af neinu sem átti sér stað í gærkvöldi.“
Málið verður því til rannsóknar í næstu viku, segir Hjördís.